Enski boltinn

Allardyce líklegastur til þess að taka við Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sam Allardyce.
Sam Allardyce. vísir/getty
Það eru miklar sviptingar í stjóraleit Everton og nú er staðan orðin sú að fastlega er búist við því að Sam Allardyce taki við liðinu.

Everton rak Ronald Koeman og það hefur ekkert breyst undir stjórn bráðabirgðastjórans David Unsworth. Everton reyndi að stela Marco Silva frá Watford en það gekk ekki. Sean Dyche var sagður efstur á lista félagsins en hann er ekkert að fara frá Burnley sem er í miklu stuði.

Þá komum við aftur að gamla góða stóra Sam sem var í myndinni í upphafi. Þá var kallinn ekki spenntur er Everton vildi ekki ræða við hann í upphafi.

Nú segja breskir fjölmiðlar að það hafi allt saman breyst og Allardyce sé orðinn efstur á blaði og stjórn félagsins vilji ganga frá málinu sem fyrst eftir 4-1 skellinn gegn Southampton um helgina.

Allardyce hefur verið atvinnulaus síðan hann fór frá Palace undir lok síðustu leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×