Young reyndist gamla liðinu erfiður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ashley Young hefur verið öflugur í undanförnum leikjum.
Ashley Young hefur verið öflugur í undanförnum leikjum. vísir/getty
Ashley Young skoraði tvívegis þegar Manchester United vann 2-4 útisigur á Watford í kvöld.

Young kom gestunum yfir með góðu skoti á 19. mínútu og sex mínútum síðar skoraði hann glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. Anthony Martial kom United svo í 0-3 á 32. mínútu. Þrjú mörk á 13 mínútum hjá gestunum.

Troy Deeney kom inn á hjá Watford í seinni hálfleik og hleypti miklu lífi í sóknarleik heimamanna. Hann minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 77. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði Abdoulaye Doucouré annað mark Watford.

Jesse Lingard gulltryggði svo sigur United með laglegu marki á 86. mínútu. Lokatölur 2-4, United í vil.

Með sigrinum minnkaði United forskot Manchester City á toppi deildarinnar niður í fimm stig. City á þó leik til góða gegn Southampton á morgun. Watford er áfram í 8. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira