Newcastle forðaðist fimmta tapið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hal Robson-Kanu kemur West Brom í 1-0.
Hal Robson-Kanu kemur West Brom í 1-0. vísir/getty
Newcastle United kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir og náði í stig gegn West Brom á The Hawthornes í kvöld. Lokatölur 2-2.

Hal Robson-Kanu kom West Brom yfir með skallamarki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Á 56. mínútu kom hinn 19 ára Sam Field West Brom svo í 2-0 með sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni.

Ciaran Clark minnkaði muninn á 59. mínútu og sjö mínútum fyrir leikslok skoraði Jonny Evans sjálfsmark og jafnaði í 2-2 sem urðu lokatölur leiksins.

West Brom er í 16. sæti deildarinnar með 12 stig. Newcastle, sem var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld, er í 12. sætinu með 15 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira