Lífið

Tvítugt par stundar kynlíf í norska ríkissjónvarpinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þátturinn hefur vakið mikla athygli.
Þátturinn hefur vakið mikla athygli. skjáskot frá NRK
Norðmaðurinn Line Elvsåshagen er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Line fikser kroppen sem er á dagskrá NRK í Noregi.

Þættirnir fjalla um líkamsímynd en Line ákvað að ráðast í gerð þáttanna eftir að hún fékk nóg af því að líða illa með líkama sinn.

Á dögunum var rætt við Ingrid og Aksel sem eru bæði tvítug og í sambandi. Þessi umræddi þáttur fjallaði um kynlíf og var markmiðið að sýna ungu fólki að kynlíf væri alls ekki eins og í klámmyndum.

Þátturinn vakti mikla athygli í Noregi en í honum er beinlínis sýnt frá kynlífi fólksins.

Hér að neðan má sjá myndband af viðbrögðum Ingrid og Aksel þegar þau sáu eigið kynlífsatriði í fyrsta skipti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×