Rooney með eftirminnilega þrennu í stórsigri á Hömrunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney skoraði þrjú fyrstu mörk Everton.
Wayne Rooney skoraði þrjú fyrstu mörk Everton. Vísir/Getty
Wayne Rooney sýndi gamla takta og skoraði þrennu þegar Everton vann stórsigur á West Ham, 4-0, á Goodison Park í kvöld.

Þetta var síðasti leikur Everton undir stjórn Davids Unsworth. Nýi knattspyrnustjórinn, Sam Allardyce, fylgist með úr stúkunni.

Everton var 2-0 yfir í hálfleik með tveimur mörkum frá Rooney.

West Ham byrjaði seinni hálfleikinn betur og fékk gullið tækifæri til að minnka muninn á 59. mínútu. Jordan Pickford kom í veg fyrir það með því að verja vítaspyrnu Manuels Lanzini.

Sjö mínútum síðar skoraði Rooney stórglæsilegt mark með skoti langt fyrir aftan miðju. Mögnuð tilþrif hjá Rooney sem hefur skorað sjö mörk í 12 deildarleikjum á tímabilinu.

Ashley Williams átti svo síðasta orðið þegar hann skallaði hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið á 78. mínútu. Lokatölur 4-0, Everton í vil.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira