Enski boltinn

Allardyce ráðinn stjóri Gylfa og Shakespeare aðstoðar hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þjálfararteymið sem átti að fara með England á HM í Rússlandi er nú tekið við hjá Everton. Sam Allardyce með þeim Sammy Lee og Craig Shakespeare.
Þjálfararteymið sem átti að fara með England á HM í Rússlandi er nú tekið við hjá Everton. Sam Allardyce með þeim Sammy Lee og Craig Shakespeare. Vísir/Getty
Everton hefur ráðið Sam Allardyce sem knattspyrnustjóra félagsins og David Unsworth tekur aftur við 23 ára liði félagsins.

Sky Sports segir frá þessu og segir að Everton mun tilkynna formlega um nýja knattspyrnustjórann seinna í dag.

David Unsworth hefur setið í stjórastólnum síðan að Everton rak Ronaldo Koeman á dögunum en lítið hefur gengið undir hans stjórn.

Sam Allardyce kemur inn með tvo þekkta aðstoðarmenn. Annar þeirra er Sammy Lee og hinn er Craig Shakespeare, sem var rekinn frá Leicester fyrr í vetur.

Craig Shakespeare reyndi einmitt mikið að fá Gylfa Þór Sigurðsson til Leicester í haust en íslenski landsliðsmaðurinn vildi frekar fara til Everton.  Nú fá þær hinsvegar að vinna saman í að reyna að rétta af gengi Everton.





Sam Allardyce verður þó bara á áhorfendapöllunum í kvöld þegar Everton tekur á móti West Ham á Goodison Park.

Allardyce átti að koma til Englands i morgun en hann hefur verið í fríi í Dúbæ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×