Erlent

Leshringir á sjúkrahúsi eru heilsubót

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Bókasafnsfræðingur segir leshringi bæta líðan.
Bókasafnsfræðingur segir leshringi bæta líðan. Vísir/eyþór
Bókasafnsfræðingurinn Linda Schade Andersen við Ullevål háskólasjúkrahúsið í Ósló segir þátttöku í leshringjum, sem hafa verið í boði á sjúkrahúsinu frá 2015, af hinu góða. Litið sé á þátttakendur sem persónur en ekki bara sjúklinga. Þátttakan opni auk þess á samtöl sem menn þora almennt ekki að eiga við ókunnugt fólk.

Upphafið að fyrrgreindum leshringjum, Shared Reading, byrjaði sem verkefni við Háskólann í Liverpool árið 2000. Í ljós kom að þátttakan var heilsubætandi. Slíkir leshringir eru útbreiddir í Englandi og Danmörku og eru nú að ná fótfestu í Noregi og Svíþjóð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×