Körfubolti

Þrenna Harden sá um kónginn og félaga hans | Stóru þrír í OKC eru í vandræðum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
James Harden.
James Harden. Vísir/Getty
James Harden fór hamförum fyrir Houston Rockets þegar að liðið vann LeBron James og félaga hans í Houston Rockets, 117-113, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Harden hlóð í glæsilega þrennu með 35 stigum, ellefu fráköstum og þrettán stoðsendingum en hann hitti úr sex af fjórtán þriggja stiga skotum sínum. Houston var meira að segja að spila án Chris Paul en hafði samt betur.

LeBron James skoraði 33 stig, tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Cleveland en Jeff Green kom sterkur inn af bekknum með 27 stig.

Lítið gengur hjá Oklahoma City Thunder þessa dagana en liðið er nú 4-7 eftir 102-94 tap á móti Denver Nuggets á útivelli í nótt.

Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir OKC í nótt en þeir Paul George og Russell Westbrok aðeins þrettán stig hvor.

Úrslit næturinnar:

Washington Wizards - LA Lakers 111-95

Toronto Raptors - New Orleans Pelicans 122-118

Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 117-113

Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 109-108

Denver Nuggets - OKC Thunder 102-94

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×