Erlent

ISIS-lag spilað í hálftíma á sænskri útvarpsstöð

Atli Ísleifsson skrifar
Turning Torso í Malmö.
Turning Torso í Malmö. Vísir/Getty
Lag sem notað hefur verið í baráttu hryðjuverkasamtakanna ISIS við að fá nýtt fólk til að ganga til liðs við samtökin var spilað látlaust í hálftíma á sænsku útvarpsstöðinni Mix Megapol í Malmö í morgun.

Svo virðist sem að einhverjum hafi tekist að taka yfir útsendingu útvarpsstöðvarinnar.

Jakob Gravestam, talsmaður Bauer Media sem rekur stöðina, segir að óprúttnir aðilar hafi notast við sérstakan sendi til að komast inn á tíðni stöðvarinnar. Verði málið tilkynnt til lögreglu og póst- og fjarskiptayfirvalda.

Fjölmargir hlustendur höfðu samband við útvarpsstöðina til að benda þeim á málið, en takið var yfir útsendinguna klukkan 8:35 að staðartíma.

Í frétt 24malmö segir að lagið sem spilað var í hafi verið For the Sake of Allah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×