Körfubolti

Krísufundur eftir þriðja tapið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carmelo Anthony, Russell Westbrook og félagar eru í vandræðum.
Carmelo Anthony, Russell Westbrook og félagar eru í vandræðum. vísir/getty
Leikmenn og þjálfarar Oklahoma City Thunder héldu krísufund eftir 102-94 tap fyrir Denver Nuggets í NBA-deildinni í nótt.

Þetta var þriðja tap Oklahoma í röð en liðið hefur tapað fjórum af fyrstu 11 leikjum sínum á tímabilinu.

Miklu var til tjaldað hjá Oklahoma fyrir tímabilið. Liðið fékk stórstjörnurnar Paul George og Carmelo Anthony og búist var við að þeir, ásamt Russell Westbrook, verðmætasta leikmanni NBA á síðasta tímabili, gætu myndað einhvers konar ofurþríeyki. Það hefur ekki alveg farið svo. 

Anthony skoraði 28 stig í leiknum í nótt en George og Westbrook náðu sér ekki á strik. Þeir skoruðu báðir 13 stig og hittu illa.

Oklahoma er í 12. sæti Vesturdeildarinnar en aðeins Sacramento Kings og Dallas Mavericks hafa unnið færri leiki vestanmegin.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×