Körfubolti

Harden afrekaði það í nótt sem aðeins Jordan og Olajuwon höfðu náð að gera í sögu NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Harden.
James Harden. Vísir/Getty
Það bendir orðið margt til þess að James Harden standi upp sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar við lok tímabilsins.

Harden hefur rétt misst af verðlaununum síðustu ár (í 2. sæti bæði 2015 og 2017) en það verður erfitt að ganga framhjá honum haldi hann áfram að spila jafnvel og þessar vikurnar.  ESPN fjallar um frammistöðu hans.

James Harden sýndi snilli sína í sigri Houston Rockets á Cleveland Cavaliers í nótt en hann var með 35 stig, 13 stoðsendingar, 11 fráköst og 5 stolna bolta.

Í leiknum á undan var hann með 56 stig, 13 stoðsendingar og 76 prósent skotnýtingu en því hafði aðeins Wilt Chamberlain náði í sögu NBA.





Með frammistöðunni á móti LeBron James og félögum komst Harden í fámennan hóp með Michael Jordan og fjórum öðrum NBA-leikmönnum.

Þessir sex eru þeir einu sem hafa spilað leik með að minnsta kosti 35 stigum, 13 stoðsendingum, 11 fráköstum og 5 stolnum boltum.



Michael Jordan náði þessu tímabilið 1988-89 en enginn annar hefði náð þessu síðan.     Kareem Abdul-Jabbar var sá fyrsti til að ná þessu tímabilið 1973 til 1974.

Jafnframt þessu eru þeir James Harden, Michael Jordan og Hakeem Olajuwon þeir eru einu í sögu NBA-deildarinnar sem hafa náð þrennu með að minnsta kosti 30 stigum og 5 stolnum boltum eins og sjá má hér fyrir neðan.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×