Fótbolti

Þreföld ástæða fyrir því að þetta var skelfilegur dagur fyrir Evra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrice Evra.
Patrice Evra. Vísir/Getty
Patrice Evra átti ekki góðan dag. Það er óhætt að segja það og jafnvel hægr að fullyrða það að þessi dagur hafi verið einn sá versti á 36 ára ævi hans.

Í dag, föstudaginn 10. nóvember 2017, var þessi franski knattspyrnumaður dæmdur í bann frá fótbolta þar til í júlí á næsta ári en hann fékk líka 1,2 milljóna sekt og missti ofan á það vinnuna líka.



 

UEFA dæmdi hann í sjö mánaða sekt og til að borga tíu þúsund evrur fyrir að sparka í stuðningsmann síns liðs fyrir Evrópudeildarleik Marseille og Vitoria Guimaraes 2. nóvember síðastliðinn.

Þessi fyrrum leikmaður Mónakó, Manchester United og Juventus má ekki koma nálægt fótboltavelli þar til í júlí 2018.

Forráðamenn Marseille ákváðu að segja upp samningi sínum við Patrice Evra en í yfirlýsingunni er talað um sameiginlega ákvörðun svo langt sem það nær.

Stuðningsmenn Marseille höfðu verið að drulla yfir Patrice Evra í hálftíma í umræddum leik þegar hann fór til þeirra til að ræða málin. Það endaði hinsvegar mjög illa.

Í framhaldi af framkomu Evra hófu stuðningsmenn Marseille herferðina „Evra í burtu“ og nú hafa forráðamenn Marseille orðið við þeirri ósk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×