Fótbolti

Listamennirnir í fótboltalandsliðinu okkar | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðsmennirnir Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson með teiknipennann í Katar í kvöld.
Landsliðsmennirnir Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson með teiknipennann í Katar í kvöld. Mynd/KSÍ
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta taka þátt í að skapa nýtt íslensk fótboltafrímerki sem verður gefið út í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Strákarnir okkar tryggðu sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í síðasta mánuði og eru nú staddir í æfingaferð í Katar.  Það er rólegt og afslappað andrúmsloft í hópnum og leikmennirnir fá að stunda sér við ýmislegt sem þeir hefðu vanalega ekki tíma fyrir í keppnisferð sem þessari.

Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á fésbókarsíðu sinni í kvöld að leikmenn íslenska karlalandsliðsins munu sjálfir taka þátt í sköpunarvinnunni þegar fyrsta fótboltafrímerkið verður gefið á Íslandi. Slíkt merki hefur aldrei komið út í langri sögu íslenskra frímerkja.

Frímerkið, sem heiðrar þátttöku karlalandsliðsins í úrslitakeppni HM í Rússlandi 2018, kemur út í vor.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af listamönnunum í fótboltalandsliðinu okkar í sköpunarvinnunni í Katar í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×