Körfubolti

Hrafn: Stórkostlegt áhyggjuefni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafn er ekki ánægður með stöðuna á Stjörnuliðinu.
Hrafn er ekki ánægður með stöðuna á Stjörnuliðinu. vísir/ernir
Það var ekki bjart yfir Hrafni Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir að hans menn köstuðu frá sér unnum leik gegn Val í kvöld.

Stjarnan var sjö stigum yfir, 88-95, þegar mínúta var eftir en glutraði þeirri forystu niður og endaði á því að tapa í framlengingu.

„Ég er algjörlega fokking brjálaður, afsakið,“ sagði Hrafn ákveðinn eftir leik.

„Við getum ekki talað um að við höfum grafið okkur alltof djúpa holu í þessum leik. Við unnum upp forskot þeirra og komust sjö stigum yfir. Þaðan í frá hjálpuðumst ég og reyndir leikmenn í liðinu að við að missa niður þann mun og gefa þeim tækifæri til að jafna.“

Stjarnan hefur tapað fjórum leikjum í röð og Hrafn segir stöðuna svarta.

„Ég nenni ekki að fara í einhvern leik þar sem þjálfararnir keppast um að tala um hvaða lið er komið styst og hvaða lið á mest inni. Vandamálið er að þetta er staðan á okkur í dag. Við erum lið sem tapar fyrir Val,“ sagði Hrafn.

„Með því er ég ekkert að taka neitt af Val. Þetta var ótrúlega flottur leikur hjá þeim og Gústi er að gera frábæra hluti með þetta lið. En raunstaða Stjörnunnar er nákvæmlega þessi. Það þýðir ekki að tala um neitt annað. Og það er stórkostlegt áhyggjuefni,“ sagði Hrafn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×