Formúla 1

Lewis Hamilton segir að liðsmönnum Mercedes hafi verið ógnað með byssum í Brasilíu

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Lewis Hamilton fagnaði sínum fjórða heimsmeistaratitli síðustu helgi í Mexikó.
Lewis Hamilton fagnaði sínum fjórða heimsmeistaratitli síðustu helgi í Mexikó. Vísir / Getty Images
Lewis Hamilton greindi frá því fyrr í dag á Twitter reikningi sínum að nokkrir starfsmenn liðs síns, Mercedes, hafi verið rændir og byssum beint að þeim í gær á Interlagos brautinni í Brasilíu. Næst síðasti F1 kappakstur ársins fer þar fram á morgun.

Lewis, sem tryggði sér fjórða F1 heimsmeistaratitilinn sinn síðustu helgi í Mexikó, sagði ennfremur að eitthvað svona gerist á hverju ári þegar keppt er í Brasílíu og að engar afsakanir séu fyrir þessu. F1 og liðin sem keppa í F1 verði einfaldlega að gera meira til þess að tryggja öryggi þeirra sem koma að þessum kappakstri.

Lewis missti fyrir stuttu stjórn á Mercedes bílnum sínum á tæplega 260 km hraða í fyrsta hring tímatöku en gat sem betur fer gengið ómeiddur frá bílnum. Byrjar hann því aftast allra á morgun þegar að kappaksturinn byrjar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×