Fótbolti

Íslensku strákarnir úr leik │ Sjáið mark Daníels

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenska U19 landsliðið
Íslenska U19 landsliðið mynd/ksí
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri er úr leik í undankeppni EM 2018 eftir tap gegn Englendingum.

Ísland tapaði 2-1 fyrir Englendingum nú rétt í þessu. Liðið hefur því tapað tveimur af þremur leikjum riðilsins og situr án stiga í þriðja sæti. England og Búlgaría unnu báða sína leiki og eru bæði lið því með sex stig. Þar sem aðeins einn leikur er eftir á Ísland ekki möguleika á að ná í annað sætið sem hefði tryggt sæti í milliriðli.

Mason Mount kom Englendingum yfir á 70. mínútu. Daníel Hafsteinsson jafnaði leikinn fyrir Ísland á 82. mínútu en Eddie Nketiah kom Englandi yfir aftur aðeins mínútu seinna.

Aðdáendur enska boltans kannast kannski við nafn Nketiah, en hann var bjargvættur Arsenal í enska deildarbikarnum á dögunum.

Mark Daníels kom eftir að Guðmundur Andri Tryggvason hafði átt skot sem var varið, en Daníel kom frákastinu í netið. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan. 

Lokaleikur riðilsins er gegn Færeyingum og fer hann fram á þriðjudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×