Innlent

Snarpur jarðskjálfti norðvestur af Siglufirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjálftinn er merktur með stjörnu inn á þetta jarðskjálftakort Veðurstofunnar.
Skjálftinn er merktur með stjörnu inn á þetta jarðskjálftakort Veðurstofunnar. veðurstofa íslands
Klukkan 07:36 í morgun varð skjálfti af stærð 3,7 um 11 kílómetra norðvestur af Siglufirði.

Að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands varð skjálftinn á þekktu jarðskjálftasvæði og hafa engir skjálftar fylgt í kjölfarið.

Hafa Veðurstofunni borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Siglufirði og Ólafsfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×