Erlent

ISIS-liðar náðu aftur bænum Abu Kamal

Atli Ísleifsson skrifar
ISIS-liðar hafa glatað megninu af þeim svæðum sem þeir náðu í sókn sinni í Sýrlandi og Írak árið 2014.
ISIS-liðar hafa glatað megninu af þeim svæðum sem þeir náðu í sókn sinni í Sýrlandi og Írak árið 2014. Vísir/AFP
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa aftur náð bænum Abu Kamal á sitt vald, en bænum hefur verið lýst sem síðasta vígi samtakanna í Sýrlandi.

Uppreisnarsveitir sem njóta stuðnings Írana, voru sagðar hafa náð bænum úr höndum liðsmanna ISIS í síðustu viku, en hafa nú þurft frá að hverfa.

Fjöldi liðsmanna ISIS sem eftir eru í Abu Kamal höfðu falið sig í göngum víðs vegar um bæinn og sóttu þeir hart að sveitum sem leituðu þar inn.

ISIS-liðar hafa glatað megninu af þeim svæðum sem þeir náðu í sókn sinni í Sýrlandi og Írak árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×