Erlent

Þriggja ára barn stungið til bana á leikvelli í Finnlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Barnið var úrskurðað látið á sjúkrahúsi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Barnið var úrskurðað látið á sjúkrahúsi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/afp
Þriggja ára barn var stungið til bana á leikvelli í finnska bænum Porvoo. YLE greinir frá því að faðir barnsins hafi verið handtekinn.

Bæjarstjórinn Jukka-Pekka Ujula segir að bæjarbúar séu margir í áfalli vegna málsins.

Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma. Kom í ljós að maður hafi stungið barn sitt á leikvelli í miðbæ Porvoo sem er að finna norðaustur af höfuðborginni Helsinki.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að lögreglu hafi tekist að stöðva árásina, en barnið var síðar úrskurðað látið á sjúkrahúsi.

Faðir barnsins á að hafa tekið barnið án leyfis og farið á leikvöllinn í Lyceigarðinum þar sem hann beitti barnið ofbeldi þar til að lögregla kom á staðinn. Að sögn YLE varð fjöldi skólabarna vitni af árásinni og hefur börnunum verið boðin áfallahjálp.

Bærinn Porvoo kallast Borgå á sænskri tungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×