Fótbolti

Pirraður að Messi hafi bætt metið sitt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lionel Messi hefur skorað 61 mark í 110 leikjum fyrir Argentínu.
Lionel Messi hefur skorað 61 mark í 110 leikjum fyrir Argentínu. vísir/getty
Argentínska goðsögnin Gabriel Batistuta er pirraður út í Lionel Messi fyrir að bæta markamet hans fyrir argentínska landsliðið.

Messi varð markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi í fyrra þegar hann bætti 54 marka met Batistuta.

Aðspurður hvort hann væri pirraður yfir því að missa metið sagði Batistuta: „Í sannleika sagt, ekki lítið heldur mjög, já. Þetta var titill sem ég hafði.“

„Ég gat labbað um heiminn og sagst vera markahæsti landsliðsmaður Argentínu. Mér líkaði það,“ sagði Batistuta.

„En það bætir þetta að ég er næstur á eftir einhverjum sem er ekki frá þessum heimi.“

Messi er nú kominn með 61 mark fyrir landsliðið og er Batistuta viss um að Messi muni tvöfalda markafjölda sinn áður en hann hættir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×