Fótbolti

Dier fyrirliði gegn Brasilíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eric Dier svarar spurningum fjölmiðlamanna.
Eric Dier svarar spurningum fjölmiðlamanna. vísir/getty
Eric Dier mun bera fyrirliðabandið í leik Englands og Brasilíu á morgun.

Dier var fyrirliði Englands í vináttuleiknum gegn Þjóðverjum á föstudag og heldur bandinu annað kvöld.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur enn ekki útnefnt varanlegan fyrirliða eftir að Wayne Rooney setti landsliðsskóna á hilluna.

Harry Kane hefur borið fyrirliðabandið undanfarið, en hann er ekki með í þessu landsliðsverkefni vegna meiðsla.

„Þetta er góð reynsla fyrir hann. Það að sýna leiðtogahæfni utan vallarins og innan er ekki það sama. Við vilum sýna yngri leikmönnunum að ábyrgðin og hvernig hann æfir er til fyrirmyndar,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í dag.

Dier er aðeins 23 ára gamall, en er með 22 landsleiki fyrir England undir beltinu. Hann hefur spilað fyrir Tottenham síðan árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×