Fótbolti

Giggs til Víetnam

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Giggs bíður enn eftir sínu fyrsta tækifæri sem knattspyrnustjóri.
Giggs bíður enn eftir sínu fyrsta tækifæri sem knattspyrnustjóri. vísir/getty
Ryan Giggs hefur tekið við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá víetnamskri fótboltaakademíu.

Fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari Manchester United mun hefja störf 20. nóvember.

Ráðningin kemur mjög á óvart, en Giggs hefur verið orðaður við nokkur stjórastörf í Evrópu, nú síðast lýsti hann yfir áhuga á að þjálfa Leicester eða Everton.

Giggs samdi til tveggja ára við akademíuna en sagt er að Paul Scholes gæti fylgt honum til Víetnam.

Giggs mun hafa yfirstjórn með þjálfun leikmanna, þjálfun þjálfara og þróun akademíunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×