Erlent

Vilja betlaralausa borg

Sigrún Birna Steinarsdóttir skrifar
Yfirvöld í Hyderabad vilja betlara burt fyrir nóvemberlok.
Yfirvöld í Hyderabad vilja betlara burt fyrir nóvemberlok. vísir/epa
Yfirvöld í borginni Hyder­abad á Suður-Indlandi segjast ætla að bjóða borgurum 500 indverskar rúpíur, um átta hundruð íslenskar krónur, fyrir að benda þeim á betlara.

Markmiðið er að gera borgina betlaralausa fyrir 15. desember næstkomandi, en lagt hefur verið bann við betli næstu tvo mánuðina.

Talið er að ástæðan fyrir reglunum sé koma Ivönku Trump, dóttur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til borgarinnar, en hún er væntanleg þangað 28. nóvember næstkomandi, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem yfirvöld reyna að gera borgina betlaralausa, en árið 2000 var betlurum tímabundið komið úr borginni þegar Bill Clinton, þáverandi forseti Bandaríkjanna, kom í heimsókn.

Mikið er um betl í borginni en talið er að mafían ýti konum út á götur og jafnvel deyfi börn þeirra með lyfjum á meðan þær betla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×