Erlent

Danir fjölga í herliði sínu í Írak

Atli Ísleifsson skrifar
Dönsku hermennirnir eru nú staðsettir á írakska herflugvellinum al-Asad.
Dönsku hermennirnir eru nú staðsettir á írakska herflugvellinum al-Asad. Vísir/AFP
Meirihluti á danska þinginu er fyrir því að danski herinn sendi þrjátíu hermenn til viðbótar til starfa í Írak til að leggja baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS lið.

Utanríkisráðherrann Anders Samuelsen segir að ákvörðunin sé tekin eftir ósk frá Bandaríkjunum um að Danir fjölgi í liði sínu.

Dönsku hermennirnir eru nú staðsettir á írakska herflugvellinum al-Asad og eru þeir nú um 150 talsins. Auk þeirra þrjátíu hermanna sem bætast í hópinn verða tólf heilbrigðisstarfsmenn einnig sendir út.

Jafnaðarmannaflokkurinn, sem er stærstu stjórnarandstöðuflokkurinn, styður tillögu ríkisstjórnarinnar um fjölgun í herliðinu.

Danski herinn varð fyrst þátttakandi í baráttu bandalagsríkja gegn ISIS árið 2014 og sendi þá 55 manns og Hercules-flutningavél til Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×