Innlent

Kjósendur spenntir fyrir væntanlegu ríkisstjórnarsamstarfi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar

Viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggjast vel í kjósendur og vilja flestir þeirra að myndun ríkisstjórnar þessara þriggja flokkar verði að veruleika í óformlegri könnun sem fréttastofa Stöðvar 2 gerði í dag.

Eins og fram hefur komið hófust formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins í dag. Sitt sýnist hverjum um ríkisstjórn sem nær endana á milli. En hvað segir kjósandinn? Hvað finnst honum um mögulegt samstarf þessara þriggja flokka.

„Ég er eiginlega óákveðin með þetta. Ég hef litla skoðun á því. Ég veit ekki alveg hvernig tekst til á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins,“ segir Dagur Andri Friðgeirsson.

„Ég er mjög hrifinn af því. Það er kominn tími á að bæði hægri og vinstri stjórnir vinni saman og ef það gengur upp eins og þeir eru að tala um að þá er það bara fínt,“ segir Orri Steingrímsson.

„Eru þetta ekki bara flokkarnir sem að þjóðin kaus í meirihluta á alþingi. Þannig að verðum við ekki bara að treysta því að þau geti gert eitthvað gáfulegt,“ segir Guðrún Edda Haraldsdóttir.

„Mér lýst bara vel á það,“ segir Orri Már Valgeirsson“

Er þetta ríkisstjórn sem þú mundir sjá verða að veruleika?

„Já, er það ekki. Verður þetta ekki bara fínt,“ segir Orri Már.

„Þetta getur bara orðið góð stjórn,“ segir Jón Þór Friðfinnsson.

Mundir þú vilja sjá svona samansetta ríkisstjórn verða að veruleika?

„Já, ég gæti alveg séð það fyrir mér,“ segir Jón Þór.

„Ég vona að það takist,“ segir Hrönn Steingrímsdóttir.

„Já ég mundi vilja sjá hana. Er alveg eitilharður á því,“ segir Orri Steingrímsson.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.