Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2017 21:15 Bóndi í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. Myndir af drónasmölun voru sýndar í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það var Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnastöðum, sem flaug drónanum og tók myndirnar en bærinn er meðal innstu bæja Bárðardals og á sömu slóðum og kvikmyndin Hrútar var tekin upp. Sjá má hvernig Ólafur rekur kindurnar yfir lítinn lækjarfarveg og svo upp úr honum aftur, með dróna sem hann stýrir úr fjarlægð. Og ef ærnar vilja ekki hlýða þá bara stuggar hann örlítið við þeim með drónanum.Féð rekið með dróna heim að Bjarnastöðum í Bárðardal.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Ólafur bóndi notaði drónann til að reka féð af túnunum og heim að bæ til að koma því inn í fjárhús fyrir nóttina. Ólafur segist hafa keypt drónann í haust og hann hafi þegar sannað sig, sérstaklega til að kíkja eftir fé. Þetta sé hrikalega víðfeðmt land sem þurfi að fara yfir. Það vanti bara að dróninn geti gelt. En það var athyglisvert að sjá hvernig Ólafi tókst samt að nota drónann til að reka féð áfram, þrátt fyrir að hann gelti ekki. Ólafur segist nota hraðabreytingar til að stugga við fénu. Þá komi aukahljóð sem fæli féð. Og ef einhver kind gerir sig líklega til að taka sig út úr hópnum, þá er bara að senda drónann á hana að reka hana til baka. Kindahjörðinni smalað heim að fjárhúsum með dróna.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Dróninn hefur allt að hálftíma flugþol og sjö kílómetra flugdrægni og það er auglóst að svona tæki á eftir að spara íslenskum bændum mörg sporin, eins og sást þegar allri hjörðinni var smalað alla leið inn í fjárhúsin á Bjarnastöðum. Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Bóndi í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. Myndir af drónasmölun voru sýndar í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Það var Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnastöðum, sem flaug drónanum og tók myndirnar en bærinn er meðal innstu bæja Bárðardals og á sömu slóðum og kvikmyndin Hrútar var tekin upp. Sjá má hvernig Ólafur rekur kindurnar yfir lítinn lækjarfarveg og svo upp úr honum aftur, með dróna sem hann stýrir úr fjarlægð. Og ef ærnar vilja ekki hlýða þá bara stuggar hann örlítið við þeim með drónanum.Féð rekið með dróna heim að Bjarnastöðum í Bárðardal.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Ólafur bóndi notaði drónann til að reka féð af túnunum og heim að bæ til að koma því inn í fjárhús fyrir nóttina. Ólafur segist hafa keypt drónann í haust og hann hafi þegar sannað sig, sérstaklega til að kíkja eftir fé. Þetta sé hrikalega víðfeðmt land sem þurfi að fara yfir. Það vanti bara að dróninn geti gelt. En það var athyglisvert að sjá hvernig Ólafi tókst samt að nota drónann til að reka féð áfram, þrátt fyrir að hann gelti ekki. Ólafur segist nota hraðabreytingar til að stugga við fénu. Þá komi aukahljóð sem fæli féð. Og ef einhver kind gerir sig líklega til að taka sig út úr hópnum, þá er bara að senda drónann á hana að reka hana til baka. Kindahjörðinni smalað heim að fjárhúsum með dróna.Mynd/Ólafur Ólafsson, Bjarnastöðum.Dróninn hefur allt að hálftíma flugþol og sjö kílómetra flugdrægni og það er auglóst að svona tæki á eftir að spara íslenskum bændum mörg sporin, eins og sást þegar allri hjörðinni var smalað alla leið inn í fjárhúsin á Bjarnastöðum.
Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00