Fótbolti

Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Byrjunarlið Íslands gegn Katar í kvöld.
Byrjunarlið Íslands gegn Katar í kvöld. vísir/afp

Sigur Dana á Írum í kvöld varð þess valdandi að Ísland á ekki lengur möguleika á því að vera í öðrum styrkleikaflokki er dregið verður í riðla fyrir HM í Rússlandi.

Ísland verður því í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður þann 1. desember næstkomandi.

HM í Rússlandi verður svo sögulegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti verða þrjár Norðurlandaþjóðir á HM.

Danir og Svíar eru einnig komnir á HM en þurftu umspil til þess að fá farseðil til Rússlands en á sama tíma var íslenska landsliðið að leika sér á sjóköttum í Doha enda vann Ísland sinn riðil.


Tengdar fréttir

Eriksen dró Dani til Rússlands

Christian Eriksen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu er Danmörk tryggði sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Danir skelltu þá Írum 1-5 á útivelli í kvöld en fyrri leik liðanna á Parken lyktaði með markalausu jafntefli.

Sjáðu þrennu Eriksen

Christian Eriksen varð að alvöru þjóðhetju í Danmörku í kvöld er hann skoraði þrennu og sá til þess að Danir verða með á HM í Rússlandi næsta sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.