Innlent

Vegfarendur sýni aðgát á Suðausturlandi

Það mun blása um mosann á Suðausturlandi.
Það mun blása um mosann á Suðausturlandi. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan hvassviðri og stormi á Austur- og Suðausturlandi næstu daga. Er því gul viðvörun í gildi frá og með morgundeginum á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi.

Búast má við norðvestan 13 til 20 m/s, skafrenningi og jafnvel snjókomu á fjöllum. Þá er gert ráð fyrir samgöngutruflunum. Á Suðausturlandi gæti orðið ívið hvassara á morgun, meðalvindhraði á bilinu 15-23 m/s og vindhviður að 35 m/s. Hvassast austan Öræfa. Vegfarendur sem eiga leið um Suðausturland á morgun og föstudag eru beðnir um að sýna aðgát.

Annars staðar á landinu er gert ráð fyrir suðvestlægri átt, 8 til 15 m/s og skúrum eða éljum. Rigning eða slydda suðaustanlands, þurrt að kalla fyrir norðan, en annars dálítil él. Hiti 0 til 5 stig sunnantil að deginum, en annars kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 5-10 m/s og dálíti él, en gengur í norðvestan 13-20 m/s með dálítilli snjókomu eða slyddu A-lands, hvassast á annesjum. Hiti um frostmark, en 2 til 7 stiga frost til landsins. 

Á föstudag:
Norðan og norðvestan 13-20 m/s, hvassast við A-ströndina. Víða snjókoma eða él, en léttir til sunnan- og vestanlands. Dregur heldur úr frosti. 

Á laugardag:
Minnkandi norðvestanátt og él með N- og A-ströndinni, en annars bjartviðri. Harðnandi frost. 

Á sunnudag:
Norðaustlæg átt með éljum á víð og dreif og fremur kalt, en lengst af þurrt SV-til. 

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir áframhaldandi NA-átt með ofankomu N- og A-til, en þurrt og bjart veður syðra. Frost um allt land.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.