Sport

Conor McGregor biðst afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Conor McGregor.
Conor McGregor. Vísir/Getty
Bardagamaðurinn Conor McGregor sér eftir hegðun sinni síðasta föstudagskvöld þegar hann var staddur á bardagakvöldi í Dublin.

Conor McGregor var ekki að keppa sjálfur þetta kvöld en hann ruddist engu að síður inn í búrið eftir að liðsfélagi hans Charlie Ward tryggði sér dramatískan sigur.

McGregor hoppaði upp í fangið á Charlie Ward og var ekkert minna ánægður með sigurinn en sigurvegarinn sjálfur.

Conor McGregor átti að sjálfsögðu engan rétt á því að vera í búrinu á þessari stundu en það voru þó ekki fagnaðarlætin sem fóru mest fyrir brjóstið á mönnum heldur hegðun Conor gagnvart dómara bardagans Marc Goddard.

Marc Goddard var ekki búinn að klára bardagann á þessari stundu þótt að Charlie Ward væri augljós sigurvegari. Hann gekk í það verk og vísaði Conor McGregor út úr búrinu.

Þá fauk í hinn æsta Conor sem brást illa við þessum aðfinnslum, hrinti dómaranum, hraunaði yfir hann og leit hreinlega út fyrir að hann ætlaði að ráðast á hann. Conor McGregor yfirgaf á endanum búrið og nú hefur hann sett afsökunarbeiðni inn á Instagram síðu sína.





„Ég biðst innilega afsökunar á hegðun minni á bardagakvöldinu í Dublin um síðustu helgi. Ég var staddur þarna til að styðja við bakið á traustum liðsfélaga og vini en ég lét tilfinningar hlaupa með mig í gönur og fór yfir strikið. Ég sem margfaldur UFC meistari, framleiðandi, fyrirmynd og opinber persóna verð að gera meiri kröfur til mín,“ byrjaði Conor McGregor afsökunarbeiðni sína.

Hann notaði reynda tækifærið líka og hélt áfram að gagnrýna umræddan dómara en það má sjá alla færslu Conor McGregor hér fyrir neðan.





 
I sincerely apologize for my behavior at last weekends fight event in Dublin. While trying to support a loyal teammate and friend, I let my emotions get the best of me and acted out of line. As a multiple weight UFC champion, executive producer, role model and public figure, I must hold myself to a higher standard.  The referee Marc Godard was making a horrendous decision in trying to pick an unconscious fighter up off the floor and force the fight to continue into the second round. Even against the wishes of the said fighters coach. The fight was over.  After witnessing my fighter in a fight where the worst happened and the opponent passed away from his injuries on the night, I thought the worst was about to happen again, and I lost it and over reacted. I am sorry to everyone.  I sincerely apologize to the Director of the Mohegan Tribe Department of Athletic Regulation, Mike Mazzulli, all the officials and staff working the event, Andy Ryan and his fighter John, two stonch ones that put up a great fight every time. That side will always have my respect, and lastly every one of my fans. I love yous all!  I’ve always learned from my mistakes and this will be no different.

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Nov 14, 2017 at 9:48am PST



MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×