Fótbolti

Perúmenn síðastir til að tryggja sér sæti á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Perúmenn fögnuðu ákaft eftir að HM-sætið var í höfn.
Perúmenn fögnuðu ákaft eftir að HM-sætið var í höfn. vísir/getty
Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi. Perúmenn unnu þá 2-0 sigur á Ný-Sjálendingum á heimavelli í seinni leik liðanna í umspili.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1982 sem Perú verður meðal þátttökuliða á HM.

Fyrri leiknum í Wellington lyktaði með markalausu jafntefli en Perúmenn voru mun sterkari í leiknum í nótt.

Jefferson Farfán kom Perú í 1-0 á 28. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Á 65. mínútu skoraði varnarmaðurinn Christian Ramos svo annað mark Perú og gulltryggði sigur þeirra. Lokatölur 2-0, Perú í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×