Fótbolti

ESPN: Úrvalslið þeirra sem komust ekki á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gareth Bale hefur aldrei spilað á HM þrátt fyrir að vera í hópi bestu leikmanna heims.
Gareth Bale hefur aldrei spilað á HM þrátt fyrir að vera í hópi bestu leikmanna heims. vísir/getty
Gianluigi Buffon, Alexis Sánchez og Gareth Bale eru meðal stærstu stjarnanna sem verða ekki með á HM í Rússlandi næsta sumar.

Nokkrum stórum fótboltaþjóðum mistókst að komast á HM, þ.á.m. Ítalíu, Hollandi, Síle og Bandaríkjunum.

Sterkir leikmenn verða því fjarri góðu gamni þegar flautað verður til leiks á HM í júní á næsta ári.

Að því tilefni valdi ESPN úrvalslið leikmanna sem verða ekki með á HM. Óhætt er að segja að það sé sterkt og myndi gera góða hluti í Rússlandi.

Ítalía og Síle eiga tvo fulltrúa hvor í liðinu. Ekvador, Holland, Austurríki, Gínea, Bandaríkin, Gabon og Wales einn hver.

Úrvalslið ESPN:

Markvörður: Gianluigi Buffon (Ítalía)

Hægri bakvörður: Antonio Valencia (Ekvador)

Miðverðir: Leonardo Bonucci (Ítalía), Virgil van Dijk (Holland)

Vinstri bakvörður: David Alaba (Austurríki)

Miðjumenn: Naby Keïta (Gínea), Arturo Vidal (Síle), Christian Pulisic (Bandaríkin)

Hægri kantmaður: Alexis Sánchez (Síle)

Framherji: Pierre-Emerick Aubameyang (Gabon)

Vinstri kantmaður: Gareth Bale (Wales)

Varamenn:

Jasper Cillesen (Holland)

Daley Blind (Holland)

Gary Medel (Síle)

Miralem Pjanic (Bosnía)

Marek Hamsik (Slóvakía)

Henrikh Mkhitaryan (Armenía)

Arjen Robben (Holland)

Riyad Mahrez (Alsír)

Edin Dzeko (Bosnía)


Tengdar fréttir

Perúmenn síðastir til að tryggja sér sæti á HM

Perú varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi. Perúmenn unnu þá 2-0 sigur á Ný-Sjálendingum á heimavelli í seinni leik liðanna í umspili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×