„Samsæri gegn kjósendum“ um lægsta samnefnara Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 12:16 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði afleitt að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem nú er í burðarliðnum, muni byggja á öðrum forsendum en pólitík. Hann sagði stjórnina skorta framtíðarsýn og stefna flokkanna viki nú fyrir „lægsta samnefnara“ í stjórnarmyndun. Sigmundur var einn gesta í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Skortur á framtíðarsýnÍ pistli sem birtist á vef Miðflokksins á föstudag sagði Sigmundur Davíð að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna væri síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Sigmundur var enn sömu skoðunar í Sprengisandi í morgun og sagðist sammála Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra sem var einnig gestur í Sprengisandi, um skort tilvonandi ríkisstjórnar á framtíðtíðarsýn. „Mér líst náttúrulega ekkert á þetta. Á vissan hátt á sömu forsendum og Þorsteinn,“ sagði Sigmundur. „Ég er sammála honum um að það sé afleitt að fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Og þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggist á einhverri tilktekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn.“„Samsæri gegn kjósendum“Þá sagði Sigmundur stjórnarviðræður flokkanna þriggja, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, vera „meira af því sama“, sem hann taldi einn helsta vanda stjórnmálanna undanfarna áratugi. Stjórnmálamenn komi fram með óljósar áherslur í kosningabaráttu og við stjórnarmyndun víki stefna flokkanna fyrir „lægsta samnefnara.“ „Eftir kosningar mynda þeir [stjórnmálamenn] það sem mætti kalla samsæri gegn kjósendum um það að ná einhverjum lægsta samnefnara og skipta á milli sín embættum í stað þess að berjast fyrir þeirri stefnu sem er boðuð,“ sagði Sigmundur sem viðurkenndi þó að óhjákvæmlegt væri að mætast að einhverju leyti á miðri leið. „Það er óhjákvæmilegt að gera málamiðlanir en ef menn ætla að ná sem mestu fram, ná sem mestri stefnubreytingu ef þeir hafa talið þörf á því, eða fylgja eftir stefnu sem hefur verið rekin, þá verður að vinna með þeim sem eru helst tilbúnir til þess að ná þeirri stefnubreytingu.“Kerfisstjórn sem mun ekki ráðast í mikilvægar breytingarSigmundur sagði næstu ríkisstjórn hafa einstakt tækifæri til að ráðast í kerfisbreytingar og nefndi þar sérstaklega fjármálakerfið og landspítalann. Hann var þó ekki bjartsýnn á árangur ríkisstjórnarinnar, sem nú er í burðarliðnum, í þeim efnum. „Þessi stjórn er ekki að fara að ráðast í þær breytingar, hún er ekki að fara að nýta þessi tækifæri. Þetta er kerfisstjórn, stjórn um óbreytt fyrirkomulag. Dettur til dæmis einhverjum í hug að þessi stjórn muni byggja nýjan Landspítala á nýjum stað, eins og þarf að gera?“ sagði Sigmundur. „Svona hlutir sem snúast um almenna skynsemi, þessi stjórn, kerfisstjórn, er ekki að fara að taka á þeim. Hún er ekki að fara í stór verkefni sem þarf að leysa með óhefðbundnum aðferðum, jafnvel, eins og þetta einstaka tækifæri til þess að endurskoða fjármálakerfið.“Viðtalið við Sigmund Davíð í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði afleitt að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem nú er í burðarliðnum, muni byggja á öðrum forsendum en pólitík. Hann sagði stjórnina skorta framtíðarsýn og stefna flokkanna viki nú fyrir „lægsta samnefnara“ í stjórnarmyndun. Sigmundur var einn gesta í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.Skortur á framtíðarsýnÍ pistli sem birtist á vef Miðflokksins á föstudag sagði Sigmundur Davíð að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna væri síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Sigmundur var enn sömu skoðunar í Sprengisandi í morgun og sagðist sammála Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra sem var einnig gestur í Sprengisandi, um skort tilvonandi ríkisstjórnar á framtíðtíðarsýn. „Mér líst náttúrulega ekkert á þetta. Á vissan hátt á sömu forsendum og Þorsteinn,“ sagði Sigmundur. „Ég er sammála honum um að það sé afleitt að fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Og þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggist á einhverri tilktekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn.“„Samsæri gegn kjósendum“Þá sagði Sigmundur stjórnarviðræður flokkanna þriggja, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, vera „meira af því sama“, sem hann taldi einn helsta vanda stjórnmálanna undanfarna áratugi. Stjórnmálamenn komi fram með óljósar áherslur í kosningabaráttu og við stjórnarmyndun víki stefna flokkanna fyrir „lægsta samnefnara.“ „Eftir kosningar mynda þeir [stjórnmálamenn] það sem mætti kalla samsæri gegn kjósendum um það að ná einhverjum lægsta samnefnara og skipta á milli sín embættum í stað þess að berjast fyrir þeirri stefnu sem er boðuð,“ sagði Sigmundur sem viðurkenndi þó að óhjákvæmlegt væri að mætast að einhverju leyti á miðri leið. „Það er óhjákvæmilegt að gera málamiðlanir en ef menn ætla að ná sem mestu fram, ná sem mestri stefnubreytingu ef þeir hafa talið þörf á því, eða fylgja eftir stefnu sem hefur verið rekin, þá verður að vinna með þeim sem eru helst tilbúnir til þess að ná þeirri stefnubreytingu.“Kerfisstjórn sem mun ekki ráðast í mikilvægar breytingarSigmundur sagði næstu ríkisstjórn hafa einstakt tækifæri til að ráðast í kerfisbreytingar og nefndi þar sérstaklega fjármálakerfið og landspítalann. Hann var þó ekki bjartsýnn á árangur ríkisstjórnarinnar, sem nú er í burðarliðnum, í þeim efnum. „Þessi stjórn er ekki að fara að ráðast í þær breytingar, hún er ekki að fara að nýta þessi tækifæri. Þetta er kerfisstjórn, stjórn um óbreytt fyrirkomulag. Dettur til dæmis einhverjum í hug að þessi stjórn muni byggja nýjan Landspítala á nýjum stað, eins og þarf að gera?“ sagði Sigmundur. „Svona hlutir sem snúast um almenna skynsemi, þessi stjórn, kerfisstjórn, er ekki að fara að taka á þeim. Hún er ekki að fara í stór verkefni sem þarf að leysa með óhefðbundnum aðferðum, jafnvel, eins og þetta einstaka tækifæri til þess að endurskoða fjármálakerfið.“Viðtalið við Sigmund Davíð í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira