Innlent

Störfum lokið á vettvangi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Báðum ökutækjunum voru flutt af slysstað á þriðja tímanum í dag.
Báðum ökutækjunum voru flutt af slysstað á þriðja tímanum í dag. Vísir
Störfum er nú lokið á vettvangi umferðslyss sem varð á Reykjanesbraut skömmu eftir hádegi í dag. Strætisvagn lenti aftan á kyrrstæðum vörubíl með þeim afleiðingum að pallur vörubílsins fór að stórum hluta í gegnum framrúðu strætisvagnsins.

Bæði ökutækin voru flutt af slysstað á þriðja tímanum í dag. Þetta staðfestir talsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Störfum er því lokið á vettvangi og viðbragðsaðilar á leið heim.

Þrír voru fluttir á slysadeild, bílstjórar vörubifreiðarinnar og strætisvagnsins auk farþega úr strætisvagninum, en þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir. Þetta staðfesti Björgvin Ingvason varðstjóri hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Það mátti litlu muna að verr færi en aðeins munaði nokkrum sentímetrum á því að pallur vörubílsins færi á bílstjóra strætisvagnsins. Strætisvagninn er töluvert skemmdur eftir áreksturinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×