Innlent

Vopnaður og vímaður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér heldur ónafngreindur maður á hefðbundinni rafstuðbyssu. Ætla má að hún svipi til byssunar sem ökumaðurinn hafði á sér í nótt.
Hér heldur ónafngreindur maður á hefðbundinni rafstuðbyssu. Ætla má að hún svipi til byssunar sem ökumaðurinn hafði á sér í nótt. Vísir/Getty
Innbrot og ökumenn undir áhrifum eru fyrirferðamikil í dagbók lögreglunnar þennan morguninn.

Er þar meðal annars greint frá ökumanni sem stöðvaður var um klukkan hálf eitt í nótt, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við öryggisleit á manninum fann lögreglan rafstuðbyssu og var ökumaðurinn handtekinn á staðnum og fluttur á lögreglustöð. Þar var hann látinn laus að lokinni skýrslu- og sýnatöku.

Þá var annar ökumaður stöðvaður en á honum fundust ekki aðeins fíkniefni heldur mældust „öll helstu fíkniefni“ í prufu úr manninum. Var hann jafnframt látinn laus að lokinni skýrslu- og sýnatöku.

Lögreglan fékk jafnframt tvær tilkynningar um innbrot í fyrirtæki í nótt. Í báðum tilfellum voru unnar einhverjar skemmdir en að sögn lögreglunnar er ekki vitað á þessari stundu hvort einhverju hafi verið stolið. Bæði málin eru til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×