Handbolti

Marca: Aron Pálmarsson orðinn einn dýrasti handboltamaður sögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/Getty
Aron Pálmarsson er orðinn leikmaður Barcelona en það var ekki alveg ókeypis fyrir spænska félagið að fá hann lausan frá ungverska félaginu.

Hvorugt félagið vildi gefa upp hvert kaupverðið var í rauninni en Aron átti ekki aðeins eitt ár eftir af samningu sínu við Veszprém því hugsanleg málaferli hefðu einnig getað komið í veg fyrir að hann væri laus allra mála næsta sumar.

Aron hafði ekkert spilað með liði Veszprém á leiktíðinni og því verður mjög ánægjulegt fyrir íslenska handboltalandsliðið að sjá besta handboltamann þjóðarinnar komast aftur inn á völlinn.

Feluleikur Barcelona og Veszprém með kaupverðið hefur kallað á ýmsar vangaveltur en það fer ekkert á milli mála að þetta hefur verið stór upphæð.



Spænska blaðið Marca hefur heimildir fyrir því að Barcelona hafi borgað um eina milljón evra fyrir íslenska landsliðsmanninn. Ein milljón evra er í kringum 124 milljónir íslenskra króna.

Við erum því ekkert að tala um neina smáupphæð og í frétt Marca kemur fram að Aron sé með þessu orðinn einn dýrasti handboltamaður sögunnar.

Blaðamaður Marca hefur tekið saman lista yfir dýrystu handboltamenn sögunnar sem má sjá hér fyrir neðan. 

Sá dýrasti er króatíski leikstjórnandinn Domagoj Duvnjak en þýska liðið HSV Hamburg keypti hann fyrir 2,25 milljónir evra þegar Duvnjak var aðeins 21 árs gamall. Frakkinn Nikola Karabatic hefur tvisvar sinnum verið keyptur fyrir meira en eina milljón evra á ferlinum.

Dýrustu handboltamenn sögunnar (úr grein Marca)

Siarhei Rutenka (frá Ciudad Real til Barcelona, 2009) 700 þúsund evrur

Filip Jícha (frá Kiel to Barcelona, 2015) 750 þúsund evrur

Chema Rodríguez (frá Valladolid til Ciudad Real, 2007) 800 þúsund evrur

Arpad Sterbik (frá Barcelona til Vardar, 2014) 800 þúsund evrur

Thierry Omeyer (frá Montpellier til PSG, 2014) 900 þúsund evrur

Félagsskipti Arons eru um eina milljón evra og ættu því heima hér eða fyrir neðan

Arpad Sterbik (frá Atlético til Barcelona, 2012) 1 millón evra

Daniel Narcisse (frá Chambery til Kiel, 2009) 1,2 millónir evra

Nikola Karabatic (frá Montpellier til Kiel, 2005) 1,2 millónir evra

Nikola Karabatic (frá Barcelona til PSG, 2015) 2 milljónir evra

Domagoj Duvnjak (frá Zagreb til Hamburg, 2009) 2,25 milljónir evra


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×