Chelsea yfirspilaði United í seinni hálfleik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Morata tryggði Chelsea sigurinn
Morata tryggði Chelsea sigurinn vísir/getty
Chelsea vann sterkan sigur á Manchester United í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Alvaro Morata tryggði Chelsea 1-0 sigur á 55. mínútu með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Cesar Azpilicueta. Þetta var fimmta stoðsending Azpilicueta fyrir Morata í úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Það var nokkuð jafnt með liðunum í fyrri hálfleik og bæði lið áttu nokkur góð marktækifæri. Hálfleiksræða Jose Mourinho hefur þó verið eitthvað á þá leið að þeir skuli hætta að spila fótbolta og fara í það að brjóta niður spil Chelsea.

Chelsea var miklu sterkara í seinni hálfleik og yfirspiluðu United allt frá því að flautað var til leiks eftir leikhlé.

Það var ekki fyrr en á síðustu mínútunum sem að það lifnaði aðeins yfir mannskap United og þeir sköpuðu sér nokkur góð færi, en allt kom fyrir ekki og er Chelsea nú aðeins einu stigi á eftir United og Tottenham.

Forysta Manchester City á United er orðin átta stig og er róðurinn orðinn þungur fyrir Mourinho að berjast um titilinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira