Enski boltinn

Pep: Ég þurfti tíma

Dagur Lárusson skrifar
Pep á hliðarlínunni um daginn
Pep á hliðarlínunni um daginn Vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City segist vera ánægður að félagið hafi gefið honum tíma til þess að aðlagast Englandi.

Eins og flestir vita tók Guardiola við liðinu fyrir síðasta tímabil en hann var talinn var undir mikilli pressu eftir síðasta tímabil þar sem hann skilaði engum titli.

„Á síðasta tímabili þá gátum við ekki unnið einn útileik í meistaradeildinni en á þessu tímabili þá höfum við unnið tvo.“

„Það er svo mikilvægt að fá leikmennina til þess að kynnast hvor öðrum og treysta hvor öðrum og einnig er það mjög mikilvægt að læra allt um ensku deildina eins og t.d. um mótherjana, leikstíl og dómara.“

„Það skiptir stundum ekki máli hversu vel þér hefur vegnað í fortíðinni, þú þarft alltaf tíma til að aðlagast og sem betur fer fékk ég þann tíma.“

Manchester City hefur farið mjög vel af stað í deildinni og trónir á toppnum, fimm stigum á undan nágrönnum sínum úr Manchester.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×