Enski boltinn

Mourinho afþakkaði boð frá stuðningsmönnum

Dagur Lárusson skrifar
Jose Mourinho
Jose Mourinho Vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri United, hefur afþakkað það boð að hitta ósátta stuðningsmenn félagins en formlegur klúbbur stuðningsmanna báðu hann að hitta sig núna í vikunni.

Sumir stuðningsmenn United eru ekki sáttir við leikstílinn sem Mourinho hefur verið að spila í síðustu leikjum og eru þeir einnig virkilega ósáttir við markaþurrð Lukaku og telja þeir að hann fái ekki nógu mikla aðstoð fremst á vellinum þar sem að liðið spili of varnarsinnað.

„Ég held að fjórðungur af öllum stuðningsmönnum í heiminum séu United stuðningsmenn og það er frekar mikið af fólki.“

„Ég get ekki hitt fjórðung af öllum stuðningsmönnum í heiminum.“

Mourinho og lærisveinar hans mæta Chelsea á Stamford Bridge á sunnudaginn og það verður athyglisvert að fyljast með hvernig móttökur hann fær, frá stuðningsmönnum beggja liða.

Tengdar fréttir

Stuðningsmenn Man. Utd vilja funda með Mourinho

Stuðningsmannafélag Man. Utd hefur óskað eftir fundi með stjóra félagsins, Jose Mourinho, þar sem stjórinn hefur lýst yfir áhyggjum af stemningunni á heimavelli Man. Utd, Old Trafford.

Mourinho varð hissa er honum bauðst að fá Matic

Það hefur mikið verið skrifað um það í vetur hversu slæm ákvörðun það var hjá Chelsea að leyfa Nemanja Matic að fara frá félaginu og hvað þá að Chelsea skildi sleppa honum til Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×