Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Þarf að slá hann utan undir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Keflavík vann í gærkvöld sterkan sigur á Þór Þorlákshöfn, 98-79. Í viðtali eftir leikinn lét Cameron Forte falla orð sem fóru mikið fyrir brjóstið á Fannari Ólafssyni, sérfræðingi í Domino's Körfuboltakvöldi.

„I have a habit of not running back full speed on defence,“ voru orð Forte, eða „Það er vani hjá mér að hlaupa ekki af fullum krafti til baka í vörn.“

„Eru þið að djóka í mér?“ spyr Fannar. „Það þarf einhver að slá hann utan undir.“

„Þetta er Kaninn, hann á að vera hesturinn sem er að fara með þig yfir ána. Ef að þetta er í vopnabúrinu hjá þér, gerðu eitthvað í því.“

Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, lét Forte heyra það í leikhléi og var Fannar ánægður með það.

„Ég held að Frikki sé einn af tveimur þjálfurum í deildinni sem gæti látið hann fara að hugsa sinn gang.“

„Steinhaltu kjafti og spilaðu vörn. Hættu að vera með hárlínuna svona hátt uppi og taktu af þér þetta helvítis hárband,“ sagði Fannar Ólafsson.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Þau bestu í liðinni körfuboltaviku

Fimmta umferð Domino's deildar karla og sjöunda umferð kvennadeildarinnar fóru fram í vikunni. Domino's Körfuboltakvöld valdi þá leikmenn sem sköruðu fram úr í leikjum vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×