Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Geymdu Darra bara á bekknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
KR-ingar unnu auðveldan sigur á Þór Akureyri í fimmtu umferð Domino's deildar karla.

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, leyfði mörgum ungum leikmönnum KR að fá kærkomið tækifæri til að sanna sig í leiknum.

Domino's Körfuboltakvöld tók fyrir nokkra leikmenn sem heilluðu þá mikið. Þar á meðal voru Orri Hilmarsson og Andrés Ísak Hlynsson.

„Boltinn stoppar ekki mikið hjá honum, hann er ekta kantmaður, tekur ákvarðanir hratt,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um Orra.

„Aldrei hræddur, það var mjög gaman að horfa á hann í gær,“ tók Fannar Ólafsson undir. Hann lagði til að Finnur ætti að láta Orra byrja leiki frekar heldur en Darra, stóra bróður hans.

Andrés Ísak er hátt í tveir metrar á hæð og mjög efnilegur að mati sérfræðinganna.

„Gömlu mennirnir voru eins og kisur í þessum leik, en þá komu bara ungu pungarnir og keyrðu þetta í gang,“ sagði Fannar að lokum.

Umræðuna í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Þau bestu í liðinni körfuboltaviku

Fimmta umferð Domino's deildar karla og sjöunda umferð kvennadeildarinnar fóru fram í vikunni. Domino's Körfuboltakvöld valdi þá leikmenn sem sköruðu fram úr í leikjum vikunnar.

Domino's Körfuboltakvöld: Þarf að slá hann utan undir

Keflavík vann í gærkvöld sterkan sigur á Þór Þorlákshöfn, 98-79. Í viðtali eftir leikinn lét Cameron Forte falla orð sem fóru mikið fyrir brjóstið á Fannari Ólafssyni, sérfræðingi í Domino's Körfuboltakvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×