Enski boltinn

Pep Guardiola: Arsenal getur orðið meistari

Dagur Lárusson skrifar
Guardiola ásamt Aguero
Guardiola ásamt Aguero Vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Arsenal eigi alveg jafn mikinn möguleika á á að vinna ensku úrvalsdeildina og sitt eigið lið.

Manchester City hefur farið gríðarlega vel af stað í deildinni á þessu tímabili og eru ennþá taplausir á meðan Arsenal hefur gengið brösulega oft á tíðu.

„Það er aðeins nóvember. Þeir unnu FA-bikarinn á síðasta tímabili, stærð félagsins og völlurinn þeirra segir sig sjálft, auðvitað eiga þeir alveg jafn mikinn möguleika.“

„Það eru aðeins níu stig á milli okkar, trúið mér, það er ekki neitt.“

„Fólk heldur að við munum spila allt tímabilið eins og við erum búnir að spila síðustu tvo mánuðina. Fólk getur haldið það og við eigum auðvitað stóran möguleika á því að verða meistarar, en við verðum að halda áfram að berjast.“

„Við vitum að United er að spila við Chelsea á sama tíma og þess vegna er þetta stórt tækifæri til þess að komast ennþá lengra á undan þeim. En með sigri þá komumst við 12 stigum á undan Arsenal og þess vegna erum við aðeins að hugsa um það og hugsa um það hvernig við vinnum leikinn.“


Tengdar fréttir

Pep: Ég þurfti tíma

Pep Guardiola, stjóri Manchester City segist vera ánægður að félagið hafi gefið honum tíma til þess að aðlagast Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×