Handbolti

Fuchse Berlin með góðan sigur

Dagur Lárusson skrifar
Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason. Vísir/EPA
Þýska deildin í handbolta hélt áfram að rúlla í dag og voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni og þar á meðal Rúnar Kárason í liði Hannover-Burgdof.

Hannover-Burgdof tók á móti Goppingen en leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda en það var Goppingen sem var oftast með forystuna í leiknum framan að en Hannover fór þó með forystuna inn í hálfleik og var staðan 14-13.

Liðin skiptust á að vera með forystuna það sem eftir lifði leiks en að leikurinn fór að lokum 28-28.

Ragnar Jóhannsson og félagar í Huttenberg litu í lægra hald gegn Stuttgart 28-23 þar sem Ragnar skoraði þrjú mörk og síðan unnu Fuchse Berlin góðan sigur á N-Lubbecke 29-21 þar sem Bjarki Elísson spilaði en skoraði ekkert.

Eftir leiki dagsins er Fuchse Berlin í efsta sæti deildarinnar með 21 stig, Hannover er í 6.sæti með 14 stig og Huttenberg er í 15.sæti með 5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×