Handbolti

Björgvin: Leiðinlegt að horfa á hann vera verja eins og rotta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll hefur verið frábær í upphafi tímabils.
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll hefur verið frábær í upphafi tímabils. vísir/anton
„Þetta var ekki fallegur leikur hjá okkur. Grótta er bara með hörkulið og það er ótrúlegt að þeir séu ekki komnir með stig,” sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, í samtali við Vísi eftir leik Hauka og Gróttu í Olís deild karla í kvöld.

„Það eru miklir hæfileikar í þessu liði og þetta eru töffarar, en þeir eru að spila á fáum mönnum. Það vantaði smá kraft í þá í lokin og þeir missa dampinn.”

„Þeir eru gott lið sem við verðum að taka alvarlega. Við gerðum það og þótt að þetta hafi ekki verið fallegt þá var þetta mikilvægur sigur.”

„Það eru öll liðin í því að púsla saman. Það vantaði tvo hjá þeim og tvo hjá okkur. Það verður þannig út tímabilið að það vanti menn og við verðum bara að vinna úr því sama hvort Tjörvi sé með eða ekki. Karakterssigur og geggjað að skila þessu í hús.”

Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 26-21 | Reynslan hafði betur

Varnarleikur Hauka var lengstum af góður í leiknum, en heimamenn héldu gestunum í einungis 21 marki; tíu í fyrri hálfleik og ellefu í þeim seinni.

„Hann er góður mestmegnis. Ég var slappur í of langan tíma og leiðinlegt að horfa á hann hinu megin vera að verja eins og rottu á meðan,” sagði Björgvin Páll í miklum gríntón þegar hann talaði um fyrrum landsliðsfélaga sinn og góðan félaga, Hreiðar Levý.

„Auðvitað er gaman að sjá að vörnin hélt út og það er vel að fá bara 21 mark á sig,” en nú er stefnan bara halda áfram að safna stigum í pokann og halda í við toppliðin:

„Við ætlum að vera í þessari baráttu. Þetta eru strembnir leikir. Þetta er erfitt og var ljótt eins og veðrið, en góður sigur,” sagði Björgvin að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×