Enski boltinn

Shearer: Wenger á að biðja Sterling afsökunar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Raheem Sterling
Raheem Sterling visir/epa
Arsene Wenger á að biðja Raheem Sterling afsökunar fyrir að saka hann um dýfu. Þetta sagði Alan Shearer, fyrrum markahrókur og sérfræðingur BBC.

Wenger sagði eftir tap sinna manna gegn Manchester City um helgina að það vissu allir að Sterling væri góður í því að dýfa sér, en Sterling fékk umdeilda vítaspyrnu í leiknum.

Shearer sagði hins vegar að Sterling hefði ekki verið að dýfa sér og það hafi verið rétt að dæma vítaspyrnu.

„Það er eitt að reyna að koma umræðunni frá ófullnægjandi frammistöðu liðs síns, en að setja spurningamerki við heiðarleika einhvers og hafa rangt fyrir sér,“ sagði Shearer.

„Ég held hann skuldi Sterling afsökunarbeiðni.“


Tengdar fréttir

Taplausir City sigruðu Arsenal

Manchester City og Arsenal mættust í öðrum leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir leikinn var Manchester City með 5 stiga forskot á Manchester United í 2.sæti á meðan Arsenal var í 5.sætinu með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×