Bíó og sjónvarp

Átti erfitt með sjóinn á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Jason Momoa, Ray Fisher og Ben Affleck
Jason Momoa, Ray Fisher og Ben Affleck

Leikarinn Jason Momoa átti erfitt með að leika í sjónum við Ísland við tökurnar á Justice League. Þar sem Momoa leikur Aquaman þurfti hann mikið að sjónum við tökurnar og fannst honum sjórinn mjög kaldur. Ben Affleck, sem leikur Batman, hafði þó gaman af því að sjá Momoa þjást.

Þetta kom fram í nýlegu viðtali þeirra vegna kynningar myndarinanar sem verður frumsýnd á næstunni.

Momoa sagði frá því að einu sinni hefði hann verið í sértilgerðum buxum til að hlífa sér frá kuldanum, en þegar hann fór út í sjóinn lak loft úr þeim. Það leit út eins og hann væri að prumpa í vatninu.

Þá datt honum í hug að fylla buxurnar af vatni og segir hann það ekki hafa verið þægilegt.

Umræðan um Ísland hefst eftir fjórar mínútur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.