Lífið

Tók út allan sykur, hætti að reykja og missti 160 kíló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúleg breyting á einum manni.
Ótrúleg breyting á einum manni.
Zach Moore fékk algjörlega nóg af því að vera í yfirvigt og ákvað einn daginn að snúa við blaðinu. Þá var hann 210 kíló og var í miklum vandræðum með daglegt líf.

Á Facebook-síðuinni Caters News er fjallað um Zach og ferðalagi hans að betri lífi.

Zach endaði einn daginn á spítala með alvarlega matareitrun og áttaði sig þá fyrst á því að hann þyrfti að taka sig í gegn.

Hann hætti að reykja, hætti að drekka gosdrykki og tók út allan sykur. Einnig fór Zach í hjáveituaðgerð sem hefur hjálpað honum mikið.

Á tveimur árum náði hann að missa 160 kíló en hann hefur þurft að fara í tíu aðgerðir til að losa sig við aukahúð. Hér að neðan má síðan sjá útkomuna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×