Körfubolti

Knicks pakkaði Cleveland saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Porziningis fór illa með LeBron í nótt.
Porziningis fór illa með LeBron í nótt. vísir/getty
Sterkustu lið NBA-deildarinnar byrja leiktíðina ekki nógu vel og mátti bæði sætta sig við tap í nótt.

Golden State Warriors kastaði frá sér 14 stiga forystu gegn Detroit og tapaði með átta stiga mun á meðan Cleveland lét NY Knicks pakka sér saman.

Cleveland er búið að vinna þrjá leiki en tapa fjórum. Golden State er búið að vinna fjóra og tapa þremur. Ekki beint sú byrjun sem búist var við af þessum liðum sem hafa verið í áskrift að sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar síðustu ár.

Tim Hardaway jr. skoraði 34 stig fyrir Knicks í sigrinum á Cleveland og Kristaps Porzingis bætti 32 við. LeBron James skoraði aðeins 16 stig fyrir Cleveland og aðeins Kevin Love komst yfir 20 stigin þar en hann endaði með 22 stig.

Úrslit:

Atlanta-Milwaukee  106-117

Indiana-San Antonnio 97-94

Brooklyn-Denver  111-124

Charlotte-Orlando  120-113

Sacramento-Washington  83-110

Cleveland-NY Knicks  95-114

Golden State-Detroit  107-115

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×