Enski boltinn

Mourinho veit ekkert hvenær Pogba kemur aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pogba á enn nokkuð í land.
Pogba á enn nokkuð í land. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, bíður enn eftir því að fá miðjumanninn Paul Pogba aftur í sitt lið en hvenær það verður veit enginn.

Pogba hefur verið frá síðan hann meiddist þann 12. september. Hann er ekki enn byrjaður að æfa með liðinu þó svo hann sé byrjaður að æfa.

„Ég hef ekki hugmynd um stöðuna á Pogba eða hvenær hann kemur aftur enda er hann ekki að æfa hjá mér þessa dagana. Er leikmaður er ekki að æfa hjá mér þá get ég ekki sagt til um hvenær viðkomandi leikmaður getur byrjað að spila,“ sagði Mourinho.

varnarmaðurinn Marcos Rojo er þó allur að koma til eftir að hafa ekkert spilað í vetur. Mourinho býst við honum eftir landsleikjafríið í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×