Enski boltinn

Veðmálafíkn er vandamál í knattspyrnuheiminum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hartson vinnur meðal annars sem sjónvarpsmaður í dag.
Hartson vinnur meðal annars sem sjónvarpsmaður í dag. vísir/getty
Fyrrum leikmaður Arsenal, John Hartson, segir að ótrúlegur fjöldi knattspyrnumanna sé að glíma við veðmálafíkn og hann vill gera eitthvað í málunum.

Hartson lenti sjálfur í miklum vandræðum vegna veðmálafíknar á sínum tíma og veit því hvað hann er að tala um. Hartson hefur fengið símtöl frá sex stjórum á Bretlandseyjum síðustu mánuði þar sem hann er beðinn um aðstoð vegna leikmanna sem hafa misst tökin.

Hartson segir að vandamálið sé svo slæmt að hann íhugar að setja upp sérstaka þjónustumiðstöð þar sem leikmenn geta sótt sér aðstoð.

„Ég var í mjög vondum málum fyrir sex árum síðan en þá fékk ég aðstoð. Nú hefur líf mitt aldrei verið betra. Þökk sé aðstoðinni sem ég fékk,“ sagði Hartson sem hefur verið að aðstoða Norður-írska landsliðsmanninn Kyle Lafferty meðal annars en sá er að glíma við veðmálafíkn.

„Stjórarnir hringja í mig mjög áhyggjufullir og auðvitað er ég til í að aðstoða. Þetta er stórt vandamál. Mín reynsla er sú að í flestum liðum er svona helmingur liðsins sem veðjar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×