Körfubolti

Kobe vill að Jordan eða Jackson kynni sig inn í heiðurshöllina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe með Phil Jackson.
Kobe með Phil Jackson. vísir/getty
Það er enginn smá mannskapur sem mætir í heiðurshöll körfuboltans árið 2021. Þá verða klárlega teknir inn í höllina þeir Kobe Bryant, Tim Duncan og Kevin Garnett.

Það er þegar byrjað að tala um þá athöfn og Kobe var spurður að því um helgina hver ætti að kynna hann inn í höllina?

„Það koma aðeins tveir menn til greina að mínu mati. Michael Jordan eða Phil Jackson,“ sagði Kobe en Jordan var hans uppáhaldsmaður og Jackson var auðvitað þjálfarinn hans á hátindi ferilsins.

„Þetta eru þeir tveir menn sem hafa kennt mér mest. Bæði í körfuboltanum sem og í lífinu. Ég þarf að þakka mörgum því ég hef fengið mikla hjálp á minni lífsleið.“

Kobe hefur nú fjögur ár til þess að ákveða hvorn þeirra hann fái í ræðuna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×